Mamma mía í GSNB


Árshátíð miðstigs Grunnskóla Snæfellsbæjar var haldinn fimmtudaginn 22. mars síðastliðinn.
Nemendur sýndu þar valin atriði úr söngleiknum MAMMA MÍA og var leikið, sungið og dansað af mikilli gleði. Sviðsmenn úr hverjum bekk hönnuðu sviðsmyndina og fengu aðstoð kennara við að setja hana upp. Sviðsmyndin var litrík og í takt við efni söngleiksins. Tókst sýningin mjög vel og voru nemendur ánægðir með viðtökurnar enda voru þau ásamt kennurum sínum búnir að leggja á sig mikla vinnu. Geta bæði nemendur og starfsfólk verið stolt af árshátíðinni sem var hin skemmtilegasta á að horfa og greinilegt að mikill metnaður var lagður í hana af öllum sem að henni komu. Að lokinni sýningu tók við ball sem var á vegum nemendaráðs skólann og mátti sjá að allir skemmtu sér vel.

þa