Manni bjargað úr sjó á Arnarstapa

Maður féll fram af klettum við Miðgjá á Arnarstapa á sunnudaginn. Það var um 12:30 sem Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að maður væri í sjónum á Arnarstapa og var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út.
Einnig fóru þrír heimamenn á Gesti SH á staðinn ásamt því að öðrum bátum var beint þangað.
Það voru mennirnir á Gesti sem komu fyrst á vettvang og björguðu þeir manninum úr sjónum um klukkan 13:00. Var maðurinn orðinn kaldur og mjög þreyttur þegar hann var kominn um borð í bátinn. Var siglt með hann rakleiðis til hafnar en þar voru sjúkraflutingamenn komnir á staðinn. Um svipað leyti lenti þyrlan á Arnarstapa og flutti manninn til Reykjavíkur. Var maðurinn sem féll erlendur ferðamaður á ferð um Snæfellsnes en Miðgjá á Arnarstapa er vinsæll viðkomustaður.

þa