Maraþon í Færeyjum

Þórshöfn í Færeyjum er kannski ekki fyrsti staðurinn sem manni dytti í hug að faratil að hlaupa maraþon en þau Rán Kristinsdóttir, Fannar Baldursson, Ari Bjarnason og Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir skelltu sér þangað í hlaupa og skemmtiferð fyrstu helgina í júní.
Höfðu þau Rán, Fannar og Ari ákveðið snemma í vor að skrá sig í hálft maraþon þar sem þau höfðu heyrt svo vel af þessu hlaupi látið. Hlaupið í Þórshöfn er götuhlaup og því töluvert af brekkum í því og hlaupið bæði upp og niður. Að sögn þeirra var hlaupið mjög skemmtilegt og mæla þau klárlega með því að taka þátt enda mjög auðvelt að fljúga en það tekur rétt rúman klukkutíma að fljúga til Færeyja frá Reykjavík Á hlaupaleiðinni var fólk að hvetja, kindur á vappi og stemmningin var því mjög skemmtileg að þeirra sögn. Voru þau einnig einstaklega heppin með veður þó sérstaklega á hlaupadaginn en þau hlupu í sól og blíðu. Rúmlega 700 manns voru skráðir í hlaupið að þessu sinni og voru þátttakendur frá 25 þjóðum, 12 íslendingar hlupu þetta árið. Fannst þeim vel staðið að hlaupinu og voru alsæl með frændur okkar enda eru Færeyingar léttir og skemmtilegir og lausir við allt stress. Sagði Rán að einn færeyingurinn hefði orðað það þannig að þeir væru nú ekkert að kippa sér upp við það að mæta 30 mínútum of seint. Nú er bara að finna næsta hlaup og setja sér ný markmið sagði Rán að lokum en þess má geta að þau Rán og Fannar hafa undanfarin ár staðið fyrir Snæfellsjökulshlaupinu en það fer fram í áttunda skipti þann 30. júní næstkomandi.
þa