Margt um að vera í sumarbyrjun

19. apríl, var boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og skemmtanir á Snæfellsnesi en ástæðan var meðal annars að sumardagurinn fyrsti er safnaog sýningardagur á Snæfellsnesi, það er fyrsti hluti barnamenningarhátíðar á Snæfellsnesi 2018. Verkefnið er samstarf Svæðisgarðsins Snæfellsnes, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og einnig safna- og sýningarfólks á Snæfellsnesi.
Meðal þess sem var í boði var að Orkusalan bauð Snæfellingum á fjölskylduskemmtun í Rjúkandavirkjun. Tekið var á móti fólki og börn jafnt sem fullorðnir voru leiddir um svæðið og útskýrð framleiðsla rafmagns, sérstaklega fyrir yngri kynslóðinni.
Öll börn sem koma í heimsókn fengu gasblöðrur og boðið var upp á veitingar.
Skógræktar- og landverndarfélag undir Jökli var með árlega lautarferð í Tröð þar sem fólk kom saman og fagnaði sumarkomunni.
Slysavarnadeildin Sumargjöf verður 70 ára á árinu og í tilefni af því var vígður minnisvarði við Mettubúðina í Ólafsvík og íbúum Snæfellsbæjar boðið að þiggja veitingar.
Auk þess sem hér hefur verið talið upp þá voru söfn og sýningar með opið á sumardaginn fyrsta og því gátu allir sem höfðu áhuga á fundið sér eitthvað til afþreyingar.