Markaðstorg

Upplýsingamiðstöð hefur verið opnuð á Breiðabliki á sunnanverðu Snæfellsnesi. Samhliða rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar hefur markaðstorg með vörur frá Snæfellsnesi tekið til starfa a.m.k. í 2 mánuði. Þar verður hægt að kaupa mat og handverk af Snæfellsnesi.
Þeir sem áhuga hafa á að vera með vörur til sölu hafi samband við Kati á Hofsstöðum s: 8986870, Guðný í Dalsmynni: 8956380, Sigurbjörgu á Hjarðafelli: 8680179 eða Guðbjörgu á Lindabrekku: 5861117
Áhersla er lögð á handunnar, heimatilbúnar, vörur af Snæfellsnesi. Unnar matvörur verða að vera framleiddar í vottuðu eldhúsi. Allar vörur verða að vera vel merktar (lopavörur þarf að merkja með stærð og þvottaleiðbeiningum), í snyrtilegum og fallegum um-búðum. Dregin verða 20% af hverri seldri vöru fyrir rekstrarkostnaði. Allir sem standast gæðakröfur og eru af Snæfellsnesi geta verið með. Bæði er hægt að vera með vörur til sölu og/eða auglýsingar og sýnishorn.