Matarlist í Ólafsvík

Laugardaginn 15. apríl síðast­liðinn opnaði nýr veitingastaður í Snæfellsbæ. Veitingastaðurinn heitir Matarlist og er staðsettur að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Það eru þau hjónin Justyna og Mikolaj sem eiga hann og reka en þau leigja húsnæðið til að byrja með, á Matarlist vinna tveir kokkar ásamt Justynu og dóttir hennar Weroniku sem verður í hlutastarfi. Að opna veitingastað er eitthvað sem Justyna er búin að vinna að í tvö ár og nú loks er draumurinn að rætast með opnun lítils heimilislegs veitingastaðar. Á veitingastaðnum ætla þau að bjóða upp á heimilislega rétti sem búnir eru til úr hráefni frá svæðinu. Sagðist Justyna vonast til að geta haft opið allt árið en það myndi byggjast á því hvernig aðsóknin yrði. Þau hjónin fluttu til Kýpur frá Póllandi þar sem þau ráku lítinn veitingastað þeim leið ekki vel á Kýpur og ákváðu því að flytja til Íslands og prófa að vinna þar. Fengu þau vinnu á Hótel Ólafsvík þar sem þau ætluðu að vinna í þrjá mánuði. Þau heilluðust af landinu og eftir að hafa verið hér í ár ákváðu þau að flytja alla fjölskylduna til landsins og sóttu börnin sín til Póllands til að hefja nýtt líf í Ólafsvík.

Í Ólafsvík finnst þeim gott að vera og líta á það sem heimili sitt, hafa þau fyrir nokkru fest kaup á húsinu sem þau búa í. Mikolaj hefur undanfarin ár unnið á Hótel Búðum sem yfirkokkur og Justyna sem yfir­ þjónn. Með hjálp eiginmanns síns hefur hún eins og áður segir látið draum sinn rætast um að opna sinn eiginn veitingastað. Mikolaj á hugmyndirnar að öllum réttunum á matseðlinum og eru þeir eldaðir eftir hans uppskriftum. Vona þau að allir sem komi til þeirra njóti matarins og heimilislegs andrúmslofts.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli