Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Minjaráð Vesturlands

Hjá Minjastofnun Íslands eru starfrækt minjaráð landshlutanna og er eitt slíkt starfandi fyrir Vesturland. Á fundi ráðsins frá því í maí s.l. var m.a. Samþykktar tvær ályktanir annars vegar er því beint til Minjastofnunar Íslands að hún beiti sér fyrir rannsóknum á þeim rústum sem eru í mestri hættu í verstöðinni á Gufuskálum eins fljótt og við verður komið. Eyðilegging af völdum sjávar blasir þar við og má lítið út af bera í vondum veðrum. Hinsvegar beinir ráðið því til Minjastofnunarinnar að hún láti gera húsakönnun í Breiðafjarðareyjum, að undanskilinni Flatey, þar sem hús frá síðasta skeiði byggðar eru uppistandandi.