Myndir frá salsatónleikum Stórsveitar Snæfellsness

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika sl. sunnudag í sal Tónlistarskóla Stykkishólms.

Yfirskrift tónleikanna var salsa og hlaut sveitin liðstyrk frá þeim Símoni Karli Sigurðarsyni, Sölva Rögnvaldssyni og Þorgrími Þorsteinssyni úr hljómsveitinni Salsakommúnunni.

Stjórnandi var Andreas Fossum.