Nafn mannsins sem lést í snjóflóðinu á laugardag

Maðurinn sem lést í snjóflóði á Esjunni sl. helgi hét Birgir Pétursson.

Hann var fæddur árið 1991, frá Stykkishólmi en búsettur í Reykjavík.

Foreldrar Birgis eru þau Pétur Kristinsson og Katrín Gísladóttir, búsett í Stykkishólmi.

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leitaði eftir að tilkynning um snjóflóðið barst. Tveir félagar Birgis komust úr flóðinu að sjálfsdáðum.