Námskeið í reiðskemmunni

Hekla Hattenberger Hermundsdóttir reiðkennari býr í Austurríki og hefur sérhæft sig í Parelli þjálfunaraðferðum. Þær snúast um að byggja upp samband hests og knapa. Hekla hélt námskeið í fyrsta sinn hér í reiðskemmunni á svæði Hesteigendafélags Stykkishólms s.l. helgi. Hekla hefur víða farið og haldið námskeið af þessu tagi og þá koma reiðmenn með hesta sína og læra að umgangast og kynnast hestinum sínum á allt annan hátt, en áður, með þarfir hestsins í fyrirrúmi.

Hestvænar þjálfunaraðferðir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli hjá hestamönnum. Hér tóku ellefu manns þátt í námskeiðinu sem gekk með eindæmum vel og þátttkendur ánægðir með það. Stefnt er á að fá Heklu aftur í framhaldsnámskeið en fram að því er það æfingin sem er í fyrirrúmi.

Mynd: Eveline Haraldsson