Námskeið í steinhöggi

Komandi helgi verður boðið upp á námskeið í steinhöggi á Arnarstapa.

Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðs Snæfellsness, Vitbrigða Vesturlands og Símennturnarstöðvar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér verkfæri og fá að meitla steina undir dyggri leiðsögn Gerhards Königs, myndhöggvara.

Skráning á námskeiðið er í síma 437-2390 og á vef Símenntunar.

Á myndbandi hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fyrra námskeiði.