Neyðarkallinn seldist vel


Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna 2018 gekk mjög vel að þessu sinni. Björgunarsveitin Lífsbjörg var á ferðinni í síðustu viku og seldu þeir um það bil 350 karla í Snæfellsbæ og um 20 stóra karla. Voru félagar í Lífsbjörgu að vonum mjög ánægðir með móttökurnar sem þeir fengu en sala á Neyðarkallinum er ein af mikilvægari fjáröflunum sveitarinnar.
Vildu þeir koma á framfæri kæru þakklæti fyrir góðar móttökur bæði til einstaklinga og fyrirtækja en allir Neyðarkarlarnir seldust hjá þeim að þessu sinni.

þa/Myndina tók Ísabella Una.