Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Nú, nýtt kaffihús

Kaffihúsið Nú opnaði fyrir skömmu í Harbour Hostel. Þar er boðið upp á úrvalskaffi og heimatilbúnar veitingar sem ýmist eru að vegan eða útfærðar án dýraafurða að mestu leyti. Það eru vinirnir og starfsfólk hostelsins, Ania, Halszka og Seweryn frá Varsjá, sem tóku sig saman og standa vaktina jafnt á hostelinu og á kaffihúsinu en það er opið frá kl. 8-18 daglega og eru sæti úti og inni því opnað hefur verið inn á hostelið úr kaffihúsinu. Þau stefna á að hafa kaffihúsið opið svo lengi sem hostelið er opið fram á veturinn.

am/frettir@snaefellingar.is