Ný lög um lögheimili og aðsetur

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé  rétt.

Í ljósi þess að eldri lög um lögheimili höfðu staðið óbreytt síðustu 27 ár og lög um tilkynningar aðsetursskipta undanfarin 65 ár, þótti endurskoðun laganna tímabær. Samfélagið hefur tekið allmiklum breytingum á þessum tíma, en rétt skráning er mikilvæg m.a. með tilliti til réttaröryggis í meðferð ágreiningsmála sem snerta búsetu og aðsetur.

Nánar á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga