Þriðjudagur , 25. september 2018

Ný sæti

Fyrir tveimur árum var sagt frá því hér á síðum Stykkishólms-Póstsins að til stæði að setja sæti í stúkuna á íþróttavellinum. Nú er búið að ákveða að setja fullan kraft í verkefnið en samhliða mun Veitur ohf fara í stórfelldar endurbætur á stúkunni en fyrirtækið á 70% í mannvirkinu. Væntanlega koma sætin í lok þessa mánaðar og eru þau rauð að lit. Fyrirtækjum og einstaklingum gefst kostur á að kaupa sæti og styrkja þannig framtakið en Eva Guðbrandsdóttir og Páll Margeir Sveinsson halda utan um verkefnið fyrir Snæfell og kostar sætið kr. 3000, fyrirtækjum býðst að kaupa 10 sæti og hefur sala þeirra farið vel af srtað.  Farið verður í flöskusöfnun til að fjármagna verkefnið í sumar en þegar uppsetningu er lokið mun mannvirkjasjóður KSÍ styrkja framtakið. Næsti heimaleikur Snæfells er nk laugardag kl. 14 þar sem lið Hvolsvallar/Hellu kemur hingað í Hólminn.

am/frettir@snaefellingar.is