Ný stjórn Lífsbjargar

Framhaldsaðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar var haldinn í Björgunarstöðinni Von á Rifi þriðjudaginn 10. apríl. Halda þurfti framhaldsaðalfund þar sem ekki náðist að stilla upp stjórn 10 dögum fyrir aðalfund eins og reglur félagsins gera ráð fyrir þegar halda átti hann þann 25. mars síðastliðinn. Auk venjulegra aðalfundastarfa var kosin ný stjórn og urðu töluverðar breytingar á henni. Halldór Sigurjónsson lét af formennsku, Hafþór Svanur Svansson lét af störfum sem varaformaður en tók sæti ritara. Ægir Þór Þórsson lét af störfum sem gjaldkeri og tók sæti meðstjórnanda. Tveir voru í framboði til formanns þeir Hlynur Hafsteinsson og Helgi Már Bjarnason og var kosið um þá.
Ný stjórn Lífsbjargar er því þannig skipuð: Helgi Már Bjarnason formaður, Höskuldur Árnason varaformaður, Viðar Páll Hafsteinsson gjaldkeri, Hafþór Svanur Svansson ritari og Ægir Þór Þórsson meðstjórnandi.

þa