Nýjar reglur

Nýjar reglur hafa verið teknar upp í íþróttamiðstöð Stykkishólms sem eru í samræmi við reglur annarsstaðar á landinu, segir í fundargerð Íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 10.janúar s.l. En þar var m.a. rætt um breytingar á búningsklefum hússins án þess að niðurstaða fengist í það en hugmyndir starfsfólks voru þó ræddar. Fyrir liggur að farið verður í endurbætur á dúk lauganna 2019 en pottarnir eru einnig komnir á tíma. Farið verður í lagfæringar á girðingum við íþróttavöllinn og bæta á við aðgangshliðum þar. Aðgengi milli íþróttamiðstöðvar á stúkunnar var einnig rætt og svo lagði nefndin til við bæjarstjórn að íþróttaæfing verði einu sinni í viku sem hluti af skipulögðu starfi leikskólans.

am