Nýjir Hólmarar

Árgangur 2017

Eitt af skemmtilegustu verkefnum ársins í Stykkishólms-Póstinum er það þegar hóað er til myndatöku af yngstu meðlimum samfélagsins í Stykkishólmskirkju. Það er svo ánægjulegt að sjá þessi ofurkrútt saman komin og eftir á fyllist maður von og bjartsýni fyrir hönd samfélagsins að það viðhaldist. Enda bendir ekkert til annars miðað við þann stóra hóp sem kom í heiminn árið 2017. Samtals 15 börn fæddust á síðasta ári hér í Hólminum.

Efri röð frá vinstri: Camilla Rafney Sveinsdóttir foreldrar Rósa Kristín Indriðadóttir og Sveinn Arnar Davíðsson, Rökkvi Þór Gíslason foreldrar Sigríður Bjarney Guðnadóttir og Gísli Pálsson, Markús Nói Kárason foreldrar Agnes Helga Sigurðardóttir og Kári Geir Jensson, Bjarndís Emma Dagsdóttir foreldrar Þóra Stefánsdóttir og Dagur Emilsson, Rúnar Ingi Ásmundsson foreldrar Guðfinna Rúnarsdóttir og Ásmundur S. Guðmundsson, Aron Ingi Óskarsson foreldrar Gunnhildur Gunnarsdóttir og Óskar Hjartarson.
Neðri röð frá vinstri: Fanney Lára Aronsdóttir foreldrar Karen Jónsdóttir og Aron Bjarni Valgeirsson, Benjamín Leó Mattíasson foreldrar Ágústa S. Jónsdóttir og Mattías A. Þorgrímsson, Bæring Breiðfjörð Berglindarson foreldri Berglind Þorbergsdóttir, Daníel Helgason foreldrar Elva Rún Óðinsdóttir og Helgi Eiríksson, Ísleifur Narfi Arnþórsson foreldrar Þóra Margrét Birgisdóttir og Arnþór Pálsson, Snorri Freyr Steinarsson foreldrar Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Steinar Már Ragnarsson. Auk þeirra fæddust þessi börn en komust ekki í myndatökuna: Hildur Birna Hreiðarsdóttir foreldrar Hulda Hildibrandsdóttir og Hreiðar Már Jóhannesson, Halldór Nökkvi Björgvinsson foreldrar Ingunn Sif Höskuldsdóttir og Björgvin Sigurbjörnsson og Heikir Ísar Víglundsson foreldrar Hrafnhildur Hlín Karlsdóttir og Víglundur Jóhannsson.

am/frettir@snaefellingar.is