Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Nýtt Ásbyrgi

Mánudaginn 13. ágúst var undirritaður samningur um nýtt húsnæði Ásbyrgis, dagþjónustu- og hæfingarstöðvar Félags og skólaþjónustu Snæfellinga(FSS) í Stykkishólmi.  Það voru þeirr Sveinn Elínbergsson forstöðumaður FSS og Sævar Harðarson forstjóri Skipavíkur sem undirrituðu samninginn um byggingu og langtímaleigu nýja húsnæðisins sem rísa mun við Aðalgötu 22 í Stykkishólmi og verður afhent í maí 2019. Eins og sagt var frá í Stykkishólms-Póstinum í september í fyrra stóð til að hefjast handa þá við byggingu nýs húsnæðis á Aðalgötu 22 fyrir Ásbyrgi sem vera átti tilbúið síðar í haust á þessu ári. Til stóð í upphafi að byggja 350 fm húsnæði á einni hæð og jafnvel stóð til að félagsstarf unglinganna í bænum yrði hýst þar líka. Niðurstaðan er hús á einni hæð um 230 fm að stærð auk 53 fm geymslulofts, húsið mun hýsa Ásbyrgi. Meðfylgjandi mynd er af framhlið hússins sem snýr að Aðalgötu.

Ásbyrgi fagnar 6 ára afmæli þann 31. ágúst n.k.

am/frettir@snaefellingar.is