Nýtt hús rís

Götumynd Skúlagötu er að breytast þessa dagana. Nýlega voru gerðar tröppur upp stíginn sem liggur á milli götunnar og Víkurgötu og nú er nýtt hús að rísa. Eins og sjá má á myndinni er enn nokkuð í land.

Íbúar mega gera ráð fyrir fleiri nýbyggingum á næstunni því brátt verður hafist handa við að reisa hús við Neskinn, samskonar og reis í vor. Þá er áætlað að byggja í Móholti og búið er að úthluta nokkrum lóðum í fyrsta áfanga Víkurhverfis.