Nýtt Þórsnes SH

Nýtt og glæsilegt Þórsnes SH er komið í flota Þórsness ehf. Kom það að Skipavíkurbryggju sl. þriðjudag. Því var siglt frá Álasundi í Noregi og hét það áður Veidar 1.

Nýja Þórsnesið er 880 brúttótonn, 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd. Það var smíðað árið 1996 og er því talsvert yngra en skipið sem það mun leysa af, gamla Þórsnesið var smíðað árið 1964.

Skipið er útbúið bæði á línu og net. Öll aðstaða áhafnar batnar til muna t.a.m. með glæsilegri setustofu.

Ekki verður haldið til veiða strax þar sem einhverjar breytingar verða gerðar á millidekki skipsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá komu skipsins.