Ókeypis heilsufarsmælingar

Dagana 4. og 5. febrúar býðst íbúum á Snæfellsnesi upp á að mæta í ókeypis heilsufarsmælingar í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæsluna og sveitarfélögin á svæðinu.

Í heilsufarsmælingunum eru blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun mæld. Auk þess verður boðið upp á öndunarmælingu hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Í kjölfar mælinga gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í lýðheilsu- og lífstílskönnuninni Líf og heilsa.

Mælingarnar á Snæfellsnesi verða: 

Í heilsugæslunni í Ólafsvík kl. 10-13 laugardaginn 4. feb.

Í heilsugæslunni í Grundarfirði kl. 15-18 laugardaginn 4. feb.

Í heilsugæslunni í Stykkishólmi kl. 10-14 sunnudaginn 5. feb.

Bæjarstjórar sveitarfélaganna munu opna mælingarnar í sínu sveitarfélagi með því að fara sjálfir í mælingu.

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu og hvetur Stykkishólmsbær starfsmenn sína sérstaklega til þess að mæta.