Ömmur og afar, velkomin í leikskólann

Október 027Fimmtudaginn 7. nóvember verður ÖMMU – OG AFADAGUR í Leikskólanum í Stykkishólmi við Búðanesveg. Þá bjóða nemendur skólans öllum ömmum og öfum í heimsókn til sín. Það er ekki skilyrði að eiga barnabörn í leikskólanum! Tekið verður á móti gestum frá kl. 10:00 til 11:30. Á þessum tíma gefst tækifæri til að vera með börnunum í leik og starfi. Síðan verður endað á söngstund í salnum. Börn og starfsfólk leikskólans vonast til að sjá sem flestar ömmur og afa!