Opið hús í reiðhöllinni

Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík stóð fyrir opnu húsi um síðustu helgi. Tilefnið var að bjóða bæjarbúum að skoða nýju reiðhöllina sem félagsmenn hafa staðið í ströngu við að byggja undanfarið en reiðhöllin er staðsett í Fossárdal. Bæjarbúar tóku boðinu vel og mættu margir til að skoða reiðhöllina sem er vegleg og á eftir að nýtast hestamönnum á svæðinu mjög vel og bæta aðstöðu þeirra til muna.

Að sjálfsögðu var hægt að fá að fara á hestbak og nýttu margir sér að láta teyma undir sér í nýju reiðhöllinni og gæða sér á veitingum að því loknu.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli