Plastpokalaus sveitamarkaður

Árlegi Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki er komandi helgi. Dagana 8. og 9. júlí mætir fólk úr nærsveitum og selur ýmislegt góðgæti. Fjölbreytt úrval handverks og matvörur beint frá býli, eins ferskt og það gerist. Kjötmeti og grænmeti, fiskur, sultur og alls kyns föndur. Frítt er inn á markaðinn sem verður opinn frá kl. 12 – 18. Vöfflukaffið sívinsæla verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð þessa helgi, sem og aðrar helgar, og verða því engir burðaplastpokar með vörunum. Þess í stað verður hægt að kaupa fjölnota burðapoka frá fjöliðjum á Snæfellsnesi.