Rak á land

Hnísu rak á land í fjörunni neðan við Bug fyrir innan Ólafsvík á miðvikudag í síðustu viku. Ekki voru neinir sjáanlegir áverkar á dýrinu og því ólíklegt að hún hafi farið í veiðarfæri og dáið þess vegna. En það gerist oft að þær festist í netum bátanna. Ekki er því vitað hvers vegna hún dó en mjög líklega er um fullorðið kvendýr að ræða og var ekki langt síðan það dó þegar ljósmyndari sá það. Mikið líf er í Breiðafirði þessa dagana bæði af hval, háhyrningi, hnísu og fuglum.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli