Ránarkonur funduðu á Mottudeginum

Mottumars, árlegt átaksverk­efni Krabbameinsfélags Íslands frá 2010, er tileinkað baráttu gegn krabbameinum í körlum.

Markmiðið í ár er að auka þekkingu á skaðsemi tóbaks­ notkunar og hvetja karla sem nota tóbak til þess að hætta. Í átakinu ber hæst keppnina „Hættu nú alveg“ auk þess sem lögð verður áhersla á fræðslu og forvarnir með ýmsum hætti.

Mottudagurinn var 10. mars og hvatti Krabbameinsfélag Íslands alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottu­daginn með því að leyfa karl­mennskunni að skína sem aldrei fyrr. Landsmenn voru hvattir til að skarta öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuð­fötum, gerviskeggi og svo fram­vegis.

Lionsklúbburinn Rán Ólafsvík hélt upp á fund nr. 200 föstu­daginn 10. mars og var þema fundarins Mottumars, að sjálfsögðu voru konur með bindi um hálsinn þetta kvöld, að auki skörtuðu þær yfirvaraskeggi til að sýna átakinu stuðning.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli