Rekstur Snæfellsbæjar mjög góður

Miðvikudaginn 5. apríl var ársreikningur Snæfellsbæjar 2016 afgreiddur í bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Starfsemi Snæfellsbæjar er skipt upp í tvo hluta, A-­hluta annars vegar og B­-hluta hins vegar. Til A­-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-­hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
Rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu og var rekstrarniður­staðan töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða um 217,9 millj. króna fyrir samantekinn rekstrar­reikning A­- og B­-hluta, samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 44,2 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 173,7 millj. króna.
Rekstrarniðurstaða A­-hluta var jákvæð að fjárhæð 149,6 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 1 millj. króna. Afkoma A­-hluta varð því betri sem nemur 148,6 millj. króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.970 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-­hluta 2.334,8 millj. króna.

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.093 milljónum króna en starfsmanna­ fjöldi sveitarfélagsins nam 136 stöðugildum í árslok.

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.542 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 4.620 millj. króna í árslok 2016.

Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.207 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.649 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 84 milljónir.

Eigið fé bæjarsjóðs nam um 2.334,8 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 2.970 millj. króna í árslok 2015. Eiginfjárhlutfall er 65,92% á á árinu 2015 en var 63,03% árið áður.

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 198,5 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók engin ný lán á árinu 2016. Greidd voru niður lán að fjárhæð 157,8 milljónir.

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbind­ingum er 61,64% hjá sjóðum A-­hluta, en var 74,37% árið 2015 og 64,48% í samanteknum árs­ reikningi en var 76,80% árið 2015. Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitar­stjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Fjárhags­ staða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð.

Síðari umræða um ársreikning verður fimmtudaginn 4. maí n.k.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli