Sálmakvöld

Það var gleði og söngur sem einkenndi sálmakvöld í Safnaðarheimili Ingjaldshóls­kirkju þann 1. mars síðastliðinn. Þar mættu Kirkjukór Ólafs­víkurkirkju og Kór Ingjalds­hólskirkju ásamt kórstjórum og undirleikara. Tilgangur kvöldsins var að hittast og syngja en Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar var komin í heimsókn til að kynna nýja sálmabók sem gefin verður út í haust. Einnig kenndi hún kórunum og söng með þeim sálma sem verða í nýju sálmabókinni ásamt því að segja frá starfi sínu sem verkefnistjóri kirkjutónlistar en það hét áður söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

Vel var mætt á kvöldið af kórfélögum og nutu þau kvöldsins og lærðu heilmikið. Var sálmakvöldið upphitun fyrir haustið en þá stendur til að halda annað sálmakvöld í tengslum við afmæli Ólafsvíkurkirkju.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli