Fyrstu drög um sameiningu í vikunni

Frá því að íbúafundirnir vour haldnir hefur verið fundað með embættismönnum um hina ýmsu málaflokka eins og t.d. fræðslu- og tómstundamál. Í samtali við Arnar Kristinsson hjá KPMG sem leiðir vinnuna, kom fram að frumdrög að tillögum KPMG voru tekin fyrir á fundi sameiningarnefndarinnar 20. september. Reiknað er með lokaskýrslu eftir u.þ.b. tvær vikur. Þá tekur við afgreiðsluferli á sveitarstjórnarstiginu og þurfa tvær umræður að fara fram um sameiningu eins og lög gera ráð fyrir. Þá líða 8 vikur hið minnsta til kynningar í sveitarfélögunum þannig að búast má við að kosið verði öðru hvoru megin um áramót.