Sameiningarmálin

Í síðustu viku voru haldnir kynningarfundir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna Stykkishólms, Grundarfjarðar og Helgafellssveitar í öllum sveitarfélögunum. Tæplega 100 manns komu á fundinn í Stykkishólmi og því miður þá vantaði sárlega fulltrúa framtíðarinnar, unga fólkið, á fundinn. Í upphafi bauð Sturla Böðvarsson gesti velkomna og fór yfir ferlið fram að þessu í verkefninu. Hann greindi einnig frá því að væntanlegar væru 92,5 milljónir frá Samgönguráðuneyti og jöfnunarsjóði sveitarfélaga í það verkefni að endurskipuleggja þjónustu sveitarfélaganna.

Sævar Kristinsson og Sveinbjörn Ingi Grímsson frá KPMG hafa unnið í þessu verkefni fyrir hönd sveitarfélaganna og kynntu næst framtíðar sviðsmyndir fyrir sameinað sveitarfélag. Fram kom í máli Sævars að ekki væru um fjárhagslegan ávinning að ræða af sameiningu amk ekki í upphafi heldur væri frekar um að ræða fjárhagslegan ávinning til framtíðar. Því miður verður það að segjast með fundinn í Stykkishólmi að illa heyrðist í framsögmönnum og glærur voru þannig að illmögulegt var að lesa þær. Myndbandsupptöku af fundinum má sjá á vef okkar, snaefellingar.is

En spurningarnar eru hvernig við viljum sjá sameinað sveitarfélag fyrir okkur og hver samfélagslegur ávinningur sé af sameiningu voru semsagt lagðar til grundvallar á fundinum. Sævar nefndi aukna sérhæfingingu í stjórnun sveitarfélaga, sveigjanleika, faglega stjórnsýslu, minni bakvinnslu, gæði og lægri stjórnunarkostnað í sínu erindi einnig að kröfur á sveitarfélögin færu vaxandi t.d. úttektir v. umhverfismála, fötlunarmál ofl. Hann nefndi það einnig að samstarfsvettvangar gætu verið flóknir og betra væri að hafa bara eitt sveitarfélag og til að geta stjórnað hlutunum með einfaldari hætti. Hann fór hratt yfir fjármál sveitarfélaganna en lesendur eru hvattir til að kynna sér hvað fram kom í upptökunni á vef okkar.

Sveinbjörn kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var í júní. 381 svör bárust, 179 úr Stykkishólmi, 160 úr Grundarfirði, 27 úr Helgafellssveit og 15 annarsstaðar frá.
Aldursskipting þátttakenda: 4% undir 20 ára, 14% 20-30 ára, 31-50 ára 37%, 50-67ára 36% 67+ára 9%. Tekið skal fram hér, að þessar tölur eru unnar upp úr upptökunni, því ekki fengust glærur frá fundinum.

Sviðsmyndir voru kynntar og sjást hér á meðfylgjandi mynd þar sem drifkraftar framtíðar að mati KPMG eru annarsvegar ákvarðanir stjónvalda sem gætu t.d. lýst sér í aðgerðum eins og kvótaskerðingu, lokun spítala, makríll skyndilega veiddur o.s.frv. og hinsvegar viðhorfi heimamanna til framþróunar og nýsköpunar.

Vinnustofur fóru fram meðal fundargesta eftir framsögur.