Samþykkt að taka tilboði í Hafnargötu 7

Screen Shot 2015-03-24 at 21.57.39Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hélt fund mánudaginn 23.mars og var eitt mál á dagskrá.  Sala á Hafnargötu 7.  Til fundar mættu: Sigurður Páll Jónsson varaformaður, Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður, Katrín Gísladóttir varamaður, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri auk Þórs Arnar Jónssonar bæjarritara. Í fundargerð frá fundinum segir:  „Lagt er til að gengið verði til samninga við Marz-sjávarafurðir ehf. um sölu á húseigninni Hafnargötu 7 gegn staðgreiðslu og eigninni skilað til kaupanda 1. maí 2016.“  Þessi tillaga var samþykkt með tveimur atkvæðum, Sigurðar Páls og Katrínar  gegn einu atkvæði Lárusar.  Bókanir eru frá meiri- og minnihluta um afgreiðsluna sem lesa má í fundargerðinni á vef Stykkishólmsbæjar.

Hugmyndir Marz ehf um húsið og nýtingu lóðar, sjá hér.

Mat KPMG, sjá hér.