Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Síðasta stykkið?

Pizzustaðurinn Stykkið sem Bjarki Hjörleifsson hefur rekið af miklum krafti hættir starfsemi undir hans stjórn nú um helgina. N.k. föstudagur er síðasti dagurinn skv. færslu á Facebooksíðu Stykkisins. Væntanlega taka nýir rekstraraðilar við fljótlega eftir það og verður greint frá því þegar þar að kemur.

am/frettir@snaefellingar.is