Sinubruni í Eyja- og Miklaholtshreppi – MYNDIR

Mikill viðbúnaður er hjá slökkviliði vestan við Rjúkanda, gömlu Vegamót, á sunnanverðu Snæfellsnesi. Allt tiltækt lið er á staðnum frá Stykkishólmi og Borgarnesi.

Að sögn logar enn og vonast er til að vindátt haldist hagstæð, en mikið rok er á svæðinu. Snúist vindur mikið er hætt við að eldur nái að mannvirkjum, að sögn heimildarmanns.

Reynt er að forða því að eldurinn náí í gróðrastöðina að Lágafelli.

Vindur á svæðinu mælist NA 15 m/sek.

Fréttin verður uppfærð.