Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Sjávarfang til sölu við höfnina

Bleiki liturinn á Slowly kaffi niður við höfn á vel við nýjustu vörurnar hjá þeim stöllum Theó og Mæsu.  Þær hafa nú bætt við kaffi og kruðeríúrvalið ferskri bláskel og frosinni hreinsaðri hörpuskel frá Símoni skeljabónda.  En þeir sem til þekkja greina vel bleikt í vöðvanum á bláskelinni og þá ekki síður í hörpuskelinni!

Síðan Símon og félagar í Íslenskri bláskel hófu bláskeljasöfnun hér í Breiðafirði fyrir allnokkrum árum hefur ávallt verið spurt hvar hægt sé hægt að kaupa þetta dýrindis hráefni.  Fátt hefur verið um svör, nema helst að benda á þá félaga og athuga hvort þeir gætu selt viðkomandi.  Það eru því góðar fréttir að hægt sé að versla þessar afurðir við höfnina hér í bænum.