Skelltu sér á skauta

Nemendur í 2. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar skelltu sér á skauta í þremur hópum í fallegu en köldu veðri í síðustu viku. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skautum og stóðu sig mjög vel. Mikið fjör var á ísnum og skemmtu allir sér mjög vel bæði nemendur og starfsfólk.
Farið var með rútu á tjarnir við flugvöllinn á Rifi en þær eru grunnar og voru sléttar og vel frosnar. Flestir prófuðu að renna sér skautum en margir létu sér nægja að renna sér án skauta. Gæddu allir sér á heitu kakói áður en haldið var aftur í skólann. Þess má geta að ef einhverjir eiga skauta í geymslunni sem ekki er verið að nota þiggur skólinn þá með þökkum.

þa