Skipað í öldungaráð í Stykkishólmi

Nú hefur verið skipað í öldungaráð Stykkishólmsbæjar. Öldungaráð mun fjalla um málefni aldraðra í sveitarfélaginu.

Aftanskin tilnefnir tvo aðalmenn og einn varamann. Aðalmenn verða Einar Karlsson og Dagbjört Höskuldsdóttir, varamaður Þórhildur Pálsdóttir.

HVE tilnefnir Brynju Reynisdóttur og stjórn Dvalarheimilisins tilnefnir Kristínu Hannesdóttur sem aðalmann og Róbert W. Jörgensen sem varamann.