Skólaslit GSS – MYNDIR

Það var hátíðlegt andrúmsloft á skólaslitum Grunnskólans í Stykkishólmi 2. júní sl.

Eins og gefur að skilja skein gleðin úr andlitum prúðbúinna barna og ungmenna á fyrstu klukkutímum sumarfrísins. Sátt með gott skólaár bíða þau spennt eftir komandi vetri á meðan þau hlaða batteríin í sólinni.