Smalað út

Það var margt um manninn í Kolgrafafirði s.l. mánudagskvöld. Grindhvalavaðan sem villst hafði inn í fjörðinn á sunnudeginum og smalað út aftur þá um kvöldið hafði leitað aftur lengst inn í fjörðinn og þar var reynt að smala þeim út úr firðinum með misjöfnum árangri. Það var í raun ekki fyrr en á útfallinum um kvöldið þegar vélbátar björgunarsveitanna komu á svæðið að tókst að smala dýrunum út úr firðinum. Var þeim þá fylgt lengra út í fjörð en á sunnudeginum og þegar þetta er skrifað, þá höfðu þeir ekki snúið aftur í Kolgrafafjörð. Það hefði sjálfsagt verið hægt að búa til bisness í því að selja popp og kók, því umhverfis fjörðinn var fólk og mest á brúnni.