Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Smávinir opna sem hagleikssmiðja í Stykkishólmi


Flestir bæjarbúar þekkja Smávinina hennar Láru Gunnarsdóttur. Lára sérhæfir sig í gerð handunnina hluta úr íslensku birki. Fimmtudaginn 7. desember verður haldið upp á það að Smávinir gerist formlegur félagi í alþjóðlegu samtökunum ÉCONOMUSÉE® network sem eru samtök handverksfyrirtækja, viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu, er opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð.

Um 80 handverksfyrirtæki eru nú aðilar að samtökunum í löndum Norðurhjarans: Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Írlandi, Norður-Írlandi, Noregi, Svíþjóð og upprunalandinu Kanada.
Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli.

Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi. Þannig bætist Smávinir í hóp hagleikssmiðja á Íslandi en fyrir eru Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki og Leir 7 í Stykkishólmi. 7. desember fagnar Leir 7 10 ára afmæli.
Tilefni til veisluhalda er því ærið og verður opið hús hjá Leir 7 og Smávinum fimmtudaginn 7. desember kl.20-22 og allir eru velkomnir.

am