Snæfell – Keflavík í kvöld

Snæfellsstúlkur hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn og hefja von bráðar titilvörn sína um Íslandsmeistaratitilinn.

Þrátt fyrir að var deildarmeistarar er einn leikur eftir. Lið Keflavíkur mætir í kvöld og gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn.

Stuðningsmenn og áhugafólk um góðan körfubolta eru hvattir til þess að mæta í Fjárhúsið í kvöld og hvetja rækilega í lokaumferð Domino’s deildarinnar.

Venju samkvæmt mæta stuðningsmenn Snæfells í rauðu.

Liðið mun taka við deildarbikarnum í kvöld og eru allir hvattir til að sýna liðinu stuðninginn og hvatninguna sem það á skilið.