Snæfellsfréttir

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleiksdeild Snæfells stendur í stórræðum þessa dagana, þar sem undanúrslit í Maltbikarnum eru að hefjast á morgun í Laugardalshöllinni.  Þar mæta stelpurnar Keflavík kl. 20.

Miðasala fer fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi fram til kl. 16 fimmtudaginn 11. janúar. Nú mæta náttúrulega allir á völlinn að hvetja okkar lið!

Í fótboltanum hafa orðið mannabreytingar í þjálfaramálum yngri flokka.  Kári Pétur Ólafsson sem hefur þjálfað s.l. ár með góðum árangri lætur nú af störfum þar sem hann og fjölskyldan standa í flutningum suður. Í stað Kára kemur leikmaður úr meistaraflokki Snæfells, Lucio.  Hann og fjölskylda hans eru flutt alla leið hingað í Hólminn frá Kólumbíu og talar hann bæði ensku og spænsku. Aðstoðarþjálfarar með Lucio verða Óliver og Óli Biggi sem báðir iðka fótbolta með Snæfelli. Það er mikið að gerast í fótboltanum hjá Snæfelli.  Búið er að manna í lið í meistaraflokkunum og hefur Páll Margeir Sveinsson verið óstöðvandi í að leita lausna í þeim efnum.  Mikill hugur er í fótboltamönnum sem ætla sér að koma Snæfelli upp um deild næsta sumar. Á vegum deildarinnar verða ef að líkum lætur 15 – 17 einstaklingar hér í Stykkishólmi sem allir hafa fengið vinnu í bænum.

am