Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsstúlkur undirbúa veturinn

Lið Snæfells í meistaraflokki kvenna vinnur nú að því að tryggja sér krafta liðskvenna sinna frá fyrra tímabili.

Öruggt er að framherjinn Andrea Björt Ólafsdóttir verði áfram. Hún mun einnig sjá um þjálfun yngri flokka.

Berglind Gunnarsdóttir, sem valin var besti leikmaður síðasta tímabils á lokahófi kkd. Snæfells, hefur einnig skrifað undir samning. Hún verður búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í læknisfræðum.

Sara Diljá Sigurðardóttir verður einnig við nám í Reykjavík á komandi tímabili en hún mun engu að síður halda áfram að spila með Snæfelli.

Rebekka Rán Karlsdóttir verður sömuleiðis fyrir sunnan, en hún skrifaði undir samning til eins árs.

Miðherjinn Hugrún Eva Valdimarsdóttir verður einnig með.