Snæfell/UDN fær liðsstyrk

Af wikipedia síðu um kappann

Fyrr í vor sögðum við frá því að sameiginlegt fótboltalið Snæfells og UDN væri í ferli að fá til sín erlendan markmann. Sá heitir James Baird og er skoskur. Hann er nú mættur til landsins og spilaði sinn fyrsta leik gegn GG þriðjudaginn 20. júní.

Markatölur í leikslok voru 1 – 7 fyrir GG. Mark Snæfells/UDN skoraði Sindri Geir Sigurðarson.

Baird er mikill reynslubolti og mun vafalaust veita liðinu mikinn styrk á mótinu í sumar. Hann á að baki landsliðsferil með skoska unglingalandsliðinu en hefur undanfarið séð um þjálfun liða auk þess að spila með þeim í Trinidad og Tobago.

Baird er þjálfaramenntaður og og kemur til með að sjá um þjálfun liðsins í Reykjavík. Í viðtali við The Sun segir hann að hann muni einnig verða til ráðgjafar og nái jafnvel að ráða aðra leikmenn til liðsins. Árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fyrra vakti áhuga hans á að koma til landsins.

Snæfell/UDN er sem stendur stigalaust í neðsta sæti riðils síns. Næsti leikur liðsins er þriðjudaginn 27. júlí gegn Hvíta riddaranum á Stykkishólmsvelli.

Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn.