Snappað á Snæ

Í síðustu viku hrintum við af stað Snapptjattinu Snaefellingar.is

Fyrsti snappari var Dönsku daga nefndin sem hafði í nógu að snúast alla helgina og næst fór aðgangurinn yfir til Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur sem kom víða við og ferðaðist snappið um FSN, Grundarfjörð, Breiðafjörð og hingað og þangað um Stykkishólm.

Tilgangurinn með þessu uppátæki er að gefa gaum að Snæfellsnesi, Snæfellingum hér heima og brottfluttum og etv sýna áhugasömum einhverjar hliðar á lífinu úti á landi sem er gríðarlega áhugavert. Hér hafa allir mjög mörg hlutverk og er hver og einn íbúi sérlega mikilvægur.

Í dag fimmtudag tekur Dóra Sjóari á Hellisandi við snappinu og sýnir okkur brot úr sínu daglega lífi, á sjó og landi. Ef þið viljið vera með eða hafði tillögur að snöppurum endilega látið okkur vita í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á frettir@snaefellingar.is

Fylgist með, algerlega óritskoðað og beint frá hjartanu!