Snsnapp!

Eins og við höfum áður sagt frá þá settum við í gang Snæfellinga – Snapp. Þá er notast við samfélagsmiðilinn Snapchat og gestasnapparar, sem svo eru kallaðir, fengnir til að snappa 2-3 daga á aðgangi Snæfellinga.is Þetta uppátæki hefur fengið góðar viðtökur og gengið á milli sveitarfélaganna á Nesinu þar sem gestasnapparar hafa frjálsar hendur um umfjöllunarefnið. Þessa dagana er Freydís Bjarnadóttir í Grundarfirði með aðganginn og byrjaði á að ganga á Kirkjufellið í logninu sem alltaf er í Grundarfirði í gær miðvikudag. Áhugasamir snapparar hér á Snæfellsnesi eru hvattir til að setja sig í samband við okkur á Facebook eða með því að senda tölvupóst á frettir@snaefellingar.is – Allar tillögur að snöppurum eru vel þegnar!

am/frettir@snaefellingar.is