Snyrtistofan Glóey opnar

Snyrtistofan Glóey var opnuð fimmtudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Stofan er staðsett að Sandholti 42 á neðri hæðinni.
Eigandi hennar er Margrét Eir Árnadóttir, hún er fædd og uppalin í Ólafsvík en útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í desember 2014 og lauk sveinsprófi í maí 2016. Aðspurð að því afhverju hún hafi opnað stofu hér segir Margrét Eir að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á snyrtifræði og viljað vinna við það. Hún vildi koma aftur heim og fannst upplagt að auka framboðið í bæjarfélaginu.
Hún ætlar að bjóða upp á alla almenna snyrtingu og verður til dæmis með nokkrar andlitsmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu. Lofar byrjunin góðu að sögn Margrétar þó hún fari hægt af stað.

þa