Stendur sig vel í landsliðinu

Aníta Ólafsdóttir er ungur og mjög svo efnilegur markvörður í Snæfellsbæ. Aníta sem er 15 ára var á dögunum valin í U16 landslið kvenna sem tók þátt í UEFA Development Tournament sem fram fór í Litháen á dögunum.
Landsliðið mætti þar liðum frá Búlgaríu, Litháen og Eistlandi og stóð sig mjög vel. Aníta ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur héldu marki Íslands hreinu í öllum leikjunum þremur og endaði liðið því með markatöluna 16 – 0. Ljóst er að framtíðin í kvennaboltanum er björt bæði hjá landsliðinu og Anítu sem á framtíðina fyrir sér.

þa