Strandveiðar hafnar

Greinilegt er að tími strand­veiða­ og handfærabáta er hafinn en aflatölurnar að þessu sinni eru fyrir tímabilið 1. til 13. maí. Í Rifshöfn komu á tímabilinu 731 tonn á land í 139 löndunum, í Ólafsvíkurhöfn 1095 tonn í 176 löndunum og á Arnarstapa 77 tonn í 86 löndunum.

Hjá dragnótabátunum var Steinunn SH með 178 tonn í 3 róðrum og landaði mest 38 tonn í róðri. Ólafur Bjarnason SH 109 tonn í 6, Sveinbjörn Jakobsson SH 80 tonn í 4, Egill SH 61 tonn í 2, Rifsari SH 61 tonn í 4, Guð­mundur Jensson SH 45 tonn í 2, Esjar SH 28 tonn í 3 og Gunnar Bjarnason SH 11 tonn í 1.

Hjá stóru línubátunum lönd­uðu 3 bátar á tímabilinu Tjaldur SH 163 tonn í 3, Rifsnes SH 101 tonn í 3 og Örvar SH 42 í tonn í 1. Hjá litlu línubátunum landaði Bíldsey SH 61 tonni í 7, Stakk­hamar SH 60 tonnum í 7, Brynja SH 58 tonnum í 7, Kristinn SH 57 tonnum í 7, Tryggvi Eðvarðs SH 52 tonnum í 7, Særif SH 31 tonn­um í 6 og Sverrir SH 20 tonn í 5.

Hjá netabátunum landaði Bárður SH 165 tonnum í 11 og landaði hann mest 31 tonni í róðri, Saxhamar SH 49 tonnum í 2 og Magnús SH 46 tonnum í 1. Á Grásleppunetum eru þrír bátar og landaði Álfur SH 18 tonnum í 5, Glaður SH 18 tonnum í 6 og Rán SH 11 tonnum í 7. Hjá handfærabátunum komu 260 tonn á land af 73 bátum sem flestir eru á strandveiðum. Einungis einn bátur er á rækju, Matthías SH, og landaði hann 7 tonnum í einum róðri. Hefur fiskeríið verið mjög gott undanfarið þó ekki hafi viðrað til strandveiða alla daga. Vonandi helst fiskeríið áfram og veðrið að lagast.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli