Stykkishólmskirkja fyllist af karlakórasöng.

Á föstudagskvöldinu 5. apríl n.k. munu Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Kári efna til tónleika í Stykkishólmskirkju. Hefjast þeir kl. 20. Gömul og góð íslensk sönglög eru í öndvegi undir stjórn þeirra: Friðriks S. Kristinssonar, stjórnanda Eldri félaga KR og Hólmfríðar Friðjónsdóttur, stjórnanda Kára.

Á föstudagskvöldinu 5. apríl n.k. munu Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Kári efna til tónleika í Stykkishólmskirkju. Hefjast þeir kl. 20. Gömul og góð íslensk sönglög eru í öndvegi undir stjórn þeirra: Friðriks S. Kristinssonar, stjórnanda Eldri félaga KR og Hólmfríðar Friðjónsdóttur, stjórnanda Kára.

Enginn aðgangseyrir verður og allir að sjálfsögðu velkomnir, en til sölu verða hljómdiskar fyrir þá sem vilja taka með sér heim ómþýðan karlakórssöng. Þar má m.a. heyra nokkur af þeim lögum, sem söngkvartettinn Leikbræður gerði þekkt á sínum tíma. Þann kvartett þekkja allir Breiðfirðingar sem komnir eru til vits og ára. Velkomin í Stykkishólmskirkju kl. 20 þann 5. apríl.